Eyðublöð fyrir aðstoðarmenn send kjörstjórnum

Blindir fá að kjósa með aðstoðarmönnum sem þeir velja sjálfir.
Blindir fá að kjósa með aðstoðarmönnum sem þeir velja sjálfir. Árni Sæberg

Eyðublöð fyrir aðstoðarmenn blindra hafa verið send kjörstjórnum um allt land, en ákveðið hefur verið að blindir, sjónskertir og þeir sem ekki geta fyllt út kjörseðil með eigin hendi geti notið aðstoðar við útfyllingu kjörseðils á kjördag.

Verður þeim heimilt að hafa með sér aðstoðarmann að eigin vali sér til aðstoðar í kjördeild. Aðstoðarmaður mun undirrita sérstakt heit og því verður ekki þörf á að fulltrúi kjörstjórnar verði einnig viðstaddur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert