Fagna dómi yfir Pirate Bay

Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS.
Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS.

SMÁÍS, Sam­tök myndrétt­hafa á Íslandi, fagna staðfest­ingu áfrýj­un­ar­dóm­stóls í Svíþjóð í dag á dóm­um yfir for­svars­mönn­um skráa­skiptisíðunn­ar The Pira­te Bay. Von­ast þau eft­ir að ís­lensk­ir dóm­stól­ar líti til þessa for­dæm­is í framtíðinni í slík­um mál­um.

Áfrýj­un­ar­dóm­stóll í Svíþjóð staðfesti í dag, að þrír for­svars­manna sænsku skráa­skiptisíðunn­ar The Pira­te Bay skuli sæta fang­els­is­refs­ingu og greiða sekt. Mildaði dóm­ur­inn fang­els­is­refs­ing­una en hækkaði sekt­ina og nem­ur hún  46 millj­ón­ir sænskra króna, um 760 millj­ón­um  króna. 

Snæ­björn Stein­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri SMÁÍS, seg­ist mjög ánægður með niður­stöðuna og seg­ir hana gefa sterkt til kynna að Sví­ar ætli ekki að kvika frá hversu al­var­lega þeir líta á þessi brot.

„Við fögn­um þessu því að ís­lensk­ir dóm­stól­ar, eins og all­ir dóm­stól­ar á Norður­lönd­um, horfa hver til ann­ars með mál sem telj­ast til for­dæm­is­mála. Við von­um bara að dóm­ar hér í landi verði í framtíðinni meira í átt við þenn­an,“ seg­ir Snæ­björn. 

Snæ­björn seg­ist heyra að utan að dómn­um verði lík­lega áfrýjað til hæsta­rétt­ar en áhuga­vert sé að þeir hafi ekki verið dæmd­ir fyr­ir bein brot á höf­und­ar­rétti held­ur fyr­ir að aðstoða aðra við að brjóta gegn slík­um rétti. Ekki hafi verið skýrt í lög­um hvorki hér né á Norður­lönd­un­um um aðild að slík­um brot­um.  

Hann tel­ur þó áhrif­in á síðuna aðeins verða tíma­bund­in.

„Eft­ir því sem ég kemst næst er síðan hýst hjá [sænska stjórn­mála­flokkn­um] Pira­te Party sam­hliða Wiki­leaks-vefn­um. Það verður farið á eft­ir þeim en af því að þeir fengu að vaxa og dafna svo lengi þá eru þetta orðnir mold­rík­ir menn í dag,“ seg­ir Snæ­björn.

Ef vef­ur­inn fari niður muni hann bara opna í öðru landi. Snæ­birni þykir ekki ólík­legt að eig­enda­skipti verði á síðunni því menn geti ekki lifað af slík­ar fé­sekt­ir enda­laust. Þá gætu rétt­haf­ar í Banda­ríkj­un­um enn farið í skaðabóta­mál við þá en það hafa þeir ekki gert hingað til. Þá gætu sekt­ar­upp­hæðirn­ar verði mun hærri.

„Þessi dóm­ar eru farn­ir að fær­ast yfir í það að upp­hæðirn­ar eru farn­ar að end­ur­spegla aðeins meira verðmæti þess efn­is sem fer þarna um þó að þetta sé bara brota­brot af því. Þá eru þetta samt al­vöru upp­hæðir sem menn lifa ekki enda­laust af að þurfa að borga,“ seg­ir Snæ­björn. 

Þrír forsvarsmenn Pirate Bay, þeir Fredrik Neij, Gottfrid Svartholm Warg …
Þrír for­svars­menn Pira­te Bay, þeir Fredrik Neij, Gott­frid Svart­holm Warg og Peter Sunde. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert