Fréttaskýring: Ólafur Ragnar gæti haldið áfram

Ólafur Ragnar Grímsson ræðir við erlenda fjölmiðlamenn eftir að hafa …
Ólafur Ragnar Grímsson ræðir við erlenda fjölmiðlamenn eftir að hafa greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave í mars. Guðni telur forsetann hafa haft áhrif á afstöðu Breta og Hollendinga til samningaviðræðna. Kristinn Ingvarsson

„Stein­grím­ur J. mun ör­ugg­lega hugsa sem svo að „blaðrið“ í Ólafi Ragn­ari sé að verða efna­hags­vanda­mál og minn­ast þá sömu orða Ólafs Ragn­ars um Stein­grím Her­manns­son,“ seg­ir Guðni Th. Jó­hann­es­son sagn­fræðing­ur í viðtali um stöðu for­seta­embætt­is­ins í ljósi nýj­ustu um­mæla for­set­ans á alþjóðavett­vangi.

Eins og rakið hef­ur verið á frétta­vef Morg­un­blaðsins í dag hvatti Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, evr­ópska alþýðu til að huga að lýðræðis­leg­um rétti sín­um í sam­tali við út­varp breska út­varps­ins, BBC, sem birt var í dag. Þá ræddi for­set­inn Ices­a­ve-deil­una við Bloom­berg-frétta­veit­una og urðu frétt­ir af því sam­tali til­efni yf­ir­lýs­ing­ar frá for­seta­embætt­inu um að ekk­ert nýtt kæmi þar fram um af­stöðu for­set­ans til máls­ins.

Brýt­ur blað í sögu embætt­is­ins

Guðni, sem fór yfir for­seta­fer­il Ólafs Ragn­ars í grein í Skírni fyrr á ár­inu, tel­ur að Ólaf­ur Ragn­ar hafi gjör­breytt embætt­inu. 

„Ólaf­ur Ragn­ar hef­ur ger­breytt eðli embætt­is­ins og þróað það í allt aðra átt en það var að gera, sér­stak­lega í tíð Kristjáns [Eld­járns] og Vig­dís­ar [Finn­boga­dótt­ur]. Að vísu var Sveinn Björns­son fyrsti for­set­inn með ákveðnar skoðanir í ut­an­rík­is­mál­um og raun­ar Ásgeir Ásgeirs­son líka en hvor­ug­ur lét eins mikið til sín taka á for­seta­stóli. Ólaf­ur Ragn­ar hef­ur því án nokk­urs vafa brotið blað í sögu embætt­is­ins.“

- Þú rakt­ir for­seta­fer­il Ólafs Ragn­ars í ný­legri grein í Skírni. Hvernig mynd­irðu túlka um­mæli hans á BBC í dag í ljósi for­setatíðar hans fram að þessu?

„Þetta er meira af því sama. Ólaf­ur Ragn­ar lít­ur svo á að hann hafi sjálf­stæða rödd í ut­an­rík­is­mál­um og að hann þurfi ekki að hafa mikl­ar áhyggj­ur af því hvort sú rödd er á sömu línu og rík­is­stjórn­in eða ekki. Hann lít­ur svo á að hann sé al­gjör­lega sjálf­stæður og geti sagt sinn hug í þess­um efn­um.“

For­set­inn hef­ur áhrif á Ices­a­ve-samn­inga

- En er for­set­inn sjálf­stæður í ut­an­rík­is­mál­um? Nú fyrr í dag kom árétt­ing frá Stein­grími J. Sig­fús­syni fjár­málaráðherra um að um­mæli for­set­ans um Ices­a­ve-deil­una end­ur­spegluðu ekki af­stöðu rík­is­stjórn­ar­inn­ar? Í kjöl­farið kom árétt­ing frá for­seta­embætt­inu um að það hefði ekk­ert breyst í mál­flutn­ingi for­set­ans frá ræðu hans 1. októ­ber sl. og að þess vegna væri frétta­flutn­ing­ur­inn oftúlk­un. Get­ur for­set­inn haldið því fram að hann tali sjálf­stæðri röddu í ut­an­rík­is­mál­um?

„Hann held­ur því fram og öll hans embætt­is­færsla er á þann veg að hann lít­ur svo á að hann megi segja það sem hann vill og tel­ur rétt­ast. Og auðvitað fer það ósegj­an­lega í taug­arn­ar á Stein­grími J., þótt hann segi það ekki ber­um orðum, að hlut­irn­ir séu flækt­ir svona, enda var það þannig að eft­ir að Ólaf­ur Ragn­ar synjaði Ices­a­ve-lög­un­um staðfest­ing­ar að sjón­ar­mið Hol­lend­inga og Breta hef­ur verið að það verði að liggja fyr­ir næst þegar samn­ing­um er lokið við ís­lensk stjórn­völd að hægt sé að ganga að velþókn­un for­set­ans vísri.

Bret­ar og Hol­lend­ing­ar vilja ekki vinna baki brotnu að ein­hverju sam­komu­lagi og eiga svo það á hættu að for­set­inn segi „Nei mér lýst ekki á þetta“ og allt verði tekið upp aft­ur. Það er aug­ljóst að Bret­ar og Hol­lend­ing­ar vilja ekki sjá þá at­b­urðarás.“

Orð for­set­ans hafa af­leiðing­ar

- Þannig að for­set­inn hef­ur af­leiðing­ar með um­mæl­um sín­um?

„Já. Stein­grím­ur J. mun ör­ugg­lega hugsa sem svo að blaðrið í Ólafi Ragn­ari sé að verða efna­hags­vanda­mál og minn­ast þá orða Ólafs Ragn­ars um Stein­grím Her­manns­son.“

Fær ekki sömu at­hygli og Cant­ona

- Nú er umræða um hugs­an­leg­ar breyt­ing­ar á valdsviði for­set­ans meðal hugðarefna nokk­urra fram­bjóðenda til stjórn­lagaþings á morg­un. Þessi umræða er inn­an­lands­mál. Hvernig held­urðu að litið sé á um­mæli for­set­ans er­lend­is þar sem þekk­ing á valdsviði hans er tak­markaðri, svo sem þegar hann hvet­ur til þess að evr­ópsk alþýða gæti að rétti sín­um gagn­vart viðleitni til að hjálpa skuldug­um bönk­um?

„Hann fær ör­ugg­lega ekki sömu at­hygli og Eric Cant­ona sem hef­ur verið að lýsa því sama yfir, knatt­spyrnusnill­ing­ur­inn sem gerði garðinn fræg­an hjá Manchester United, en þetta er auðvitað sjón­ar­mið sem nýt­ur stuðnings hjá al­menn­ingi víða í álf­unni. Batn­andi mönn­um er besta að lifa því Ólaf­ur Ragn­ar var auðvitað mjög mik­ill vin­ur út­rás­ar­vík­inga og aðdá­andi og hef­ur lýst því yfir að þeir hafi blekkt hann og platað.“

Geta dregið þá álykt­un að for­set­inn sé valdamaður

- Þegar út­lend­ing­ur heyr­ir þessi um­mæli, til að mynda Breti, að for­seti Íslands hafi skoðun á því hvað evr­ópsk­ur al­menn­ing­ur eigi að gera út frá mann­rétt­inda- og lýðræðis­hefð í Evr­ópu, tel­urðu að sá hlust­andi, þ.e.a.s. viðtals BBC, líti svo á að þetta sé þá stefna ís­lenskra stjórn­valda?

„Það má vel vera því hinn venju­legi Breti sé ekki með það í koll­in­um hvernig stjórn­skip­an Íslands er háttað þannig að þegar hann hlust­ar á for­seta Íslands á BBC að þá átt­ar hann sig kannski ekki á því hvort að þarna tal­ar maður sem er eins og for­seti Frakk­lands eða Banda­ríkj­anna, eða áhrifam­inni for­seti eins og for­set­inn í Þýskalandi er öllu jöfnu, eða eitt­hvað slíkt. Því hafa hlust­end­ur vænt­an­lega hugsað með sér að þarna talaði æðsti póli­tíski emb­ætt­ismaður­inn á Íslandi.“

Spenn­andi að sjá hver verður for­seti næst

- Tel­urðu að þetta verði síðasti for­set­inn sem muni láta svo mikið til sín taka á alþjóðavett­vangi?

„Ég held að það verði mjög spenn­andi að sjá hvernig for­seta Íslend­ing­ar kjósa sér á eft­ir Ólafi Ragn­ari og hvort það verður póli­tísk­ur for­seti eins og hann, kona eða karl, sem lýsti því yfir að hann eða hún taki virka af­stöðu í álita­mál­um, eða hvort það verður for­seti sem sver sig meira í ætt við Kristján Eld­járn og Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur, svona menn­ing­ar­for­seti og kannski meira sam­ein­ing­ar­tákn. Því að fórn­ar­kostnaður­inn við að taka þátt í straum­um sinn­ar tíðar, eins og Ólaf­ur Ragn­ar hef­ur kom­ist að raun um, er að for­set­inn miss­ir þá sam­ein­ing­ar­táknið úr hönd­un­um á sér.“

Gæti setið áfram

- Held­urðu að þetta sé síðasta kjör­tíma­bil Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, for­seta Íslands?

„Kannski ekki. Maður seg­ir bara „You ain't seen not­hing yet“,“ seg­ir Guðni og vís­ar til frægra um­mæla um um­svif ís­lenskra at­hafna­hafna­manna í Bretlandi á fundi með bresku og ís­lensku viðskipta­fólki í Lund­ún­um á út­rás­ar­ár­un­um.

Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur mörg járn í eldinum. Hann …
Guðni Th. Jó­hann­es­son sagn­fræðing­ur hef­ur mörg járn í eld­in­um. Hann er ný­bú­inn að senda frá sér bók um Gunn­ar Thorodd­sen. mbl.is/​Ein­ar Falur
Guðni telur að ummæli forsetans muni ekki vekja sömu athygli …
Guðni tel­ur að um­mæli for­set­ans muni ekki vekja sömu at­hygli og hvatn­ing Eric Cant­ona um að al­menn­ing­ur geri áhlaup á banka með því að taka út spari­fé sitt. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert