Lýsa vonbrigðum með viðbrögð Íslands

Mikið hefur veiðst af makríl við Ísland á þessu ári.
Mikið hefur veiðst af makríl við Ísland á þessu ári. Ómar Óskarsson

Full­trúi skoskra sjó­manna seg­ist afar von­svik­inn með ákvörðun sendi­nefnd­ar Íslands að ganga út af fundi um stjórn­un mak­ríl­veiða. Ljóst þykir því, að Ísland mun ein­hliða gefa út mak­ríl­kvóta fyr­ir ís­lensk skip á næsta ári eins og gert var á þessu ári.

Full­trú­ar frá Skotlandi, Íslands, Fær­eyja, Nor­egs og Evr­ópu­sam­band­inu hitt­ust í Ósló til að reyna að leysa deil­ur um nýt­ingu á mak­ríl. Ekki varð ár­ang­ur á fund­in­um.

„Við erum afar von­svikn­ir með að Íslend­ing­ar skuldi ekki sjá nauðsyn þess að semja og hafi slitið viðræðunum,“ seg­ir Ian Gatt, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka skoskra sjó­manna í upp­sjáv­ar­veiðum.

„Þessi niðurstaða þýðir að Ísland mun setja sér eig­in kvóta á ár­inu 2011 og tek­ur því ekki þátt á sam­eig­in­legri stjórn­un á veiðunum með öðrum þjóðum. Við telj­um að sam­eig­in­leg stjórn­in sem öll strand­ríki eiga þátt sé nauðsyn­leg til að tryggja sjálf­bærni veiðanna. Það er mjög miður að Ísland skuldi ekki átta sig á mik­il­vægi skyn­sam­legr­ar stjórn­un­ar á veiðunum.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert