Lýsa vonbrigðum með viðbrögð Íslands

Mikið hefur veiðst af makríl við Ísland á þessu ári.
Mikið hefur veiðst af makríl við Ísland á þessu ári. Ómar Óskarsson

Fulltrúi skoskra sjómanna segist afar vonsvikinn með ákvörðun sendinefndar Íslands að ganga út af fundi um stjórnun makrílveiða. Ljóst þykir því, að Ísland mun einhliða gefa út makrílkvóta fyrir íslensk skip á næsta ári eins og gert var á þessu ári.

Fulltrúar frá Skotlandi, Íslands, Færeyja, Noregs og Evrópusambandinu hittust í Ósló til að reyna að leysa deilur um nýtingu á makríl. Ekki varð árangur á fundinum.

„Við erum afar vonsviknir með að Íslendingar skuldi ekki sjá nauðsyn þess að semja og hafi slitið viðræðunum,“ segir Ian Gatt, framkvæmdastjóri Samtaka skoskra sjómanna í uppsjávarveiðum.

„Þessi niðurstaða þýðir að Ísland mun setja sér eigin kvóta á árinu 2011 og tekur því ekki þátt á sameiginlegri stjórnun á veiðunum með öðrum þjóðum. Við teljum að sameiginleg stjórnin sem öll strandríki eiga þátt sé nauðsynleg til að tryggja sjálfbærni veiðanna. Það er mjög miður að Ísland skuldi ekki átta sig á mikilvægi skynsamlegrar stjórnunar á veiðunum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert