Nýtt dýpkunarskip til landsins

Herjólfur í Landeyjahöfn
Herjólfur í Landeyjahöfn Rax / Ragnar Axelsson

Nú hef­ur veður­blíðan leikið við þá sem eru að vinna að dýpk­un Land­eyja­hafn­ar.  Hef­ur dýpk­un­in gengið ein­stak­lega vel í þeirri blíðu sem þar er.  Búið er að fjar­lægja yfir 30.000 m³ úr hafna­mynn­inu og renn­unni fyr­ir utan það. 

Sigl­inga­stofn­un er að semja við Íslenska gáma­fé­lagið um að fá nýtt dýpk­un­ar­skip til lands­ins, Skandia, en það á að geta dýpkað í allt að tveggja metra öldu­hæð.  Skandia er í slipp í Dan­mörku þar sem fer fram reglu­bund­in skoðun á botn­in­um og síðan verður skipið málað.  Að slipp­töku lok­inni verður Skandia siglt til lands­ins.  Vænt­an­lega verður skipið komið til Eyja upp úr miðjum des­em­ber og byrj­ar þá að dýpka í Land­eyja­höfn.

 Í frétt frá Sigl­inga­mála­stofn­un seg­ir að þrátt fyr­ir að Skandia geti unnið í tveggja metra öldu­hæð mun Land­eyja­höfn lokast oft í vet­ur, vegna þess ójafn­væg­is sem er á strönd­inni út af gos­inu í vor.   „Í þessu sam­hengi má ekki gleym­ast að þegar lagt var af stað í þetta verk­efni var ávallt gert ráð fyr­ir að þegar mjög öfl­ugt hlaup kæmi í Markarfljót myndi sand­flutn­ing­ur aukast og höfn­in lokast.

Hins veg­ar eru já­kvæð teikn um að það sé að draga veru­lega úr sand­b­urði.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert