Rúmlega 10 þúsund búin að kjósa

Langar biðraðir mynduðust í Laugardalshöll í gærkvöldi þar sem fram …
Langar biðraðir mynduðust í Laugardalshöll í gærkvöldi þar sem fram fór kosning utankjörfundar vegna stjórnlagaþings. mbl.is/Golli

10.109 greiddu at­kvæði utan kjör­fund­ar í kosn­ingu til stjórn­lagaþings, en kosn­ingu lauk á há­degi í dag. Held­ur fleiri kusu utan­kjör­fund­ar í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni um Ices­a­ve-lög­in, en þá var opið leng­ur og m.a. var hægt að greiða at­kvæði utan kjör­fund­ar á kjör­dag. Það er ekki hægt að þessu sinni.

Tæp­lega 700 manns kusu utan kjör­fund­ar í Laug­ar­dals­höll í dag og mynduðust lang­ar biðraðir. Fólk þurfti að bíða í um klukku­stund eft­ir að fá að kjósa. Í Reykja­vík kusu sam­tals 7.115 utan­kjör­fund­ar, en 8.571 kaus í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni. 449 aðsend at­kvæði bár­ust kjör­stjórn, en þau eru frá út­lönd­um eða frá öðrum sýslu­mann­sembætt­um.

Kosn­ing til stjórn­lagaþings hefst á morg­un og opna kjörstaðir í stærri sveit­ar­fé­lög­um kl. 9.

 Nán­ari upp­lýs­ing­ar um kjörstaði er að finna á kosn­ing.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert