Alls kusu 10.087 utankjörfunda en atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna stjórnlagaþingskosninga er lokið. Að sögn Bergþóru Sigmundsdóttur, kjörstjóra, er þetta heldur meiri kjörsókn en í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrr á árinu. Enn á eftir að skrá einhver aðsend atkvæði en þau eru ekki mörg.
Alls kusu 7.003 utan kjörfunda í Reykjavík en kjörstöðum var lokað klukkan tólf á hádegi. Atkvæðagreiðslu er hins vegar nýlokið þar sem langar biðraðir mynduðust í Laugardalshöllinni í morgun þar sem atkvæðagreiðslan fór fram í Reykjavík.
Kjörstaðir eru almennt opnir frá kl. 9 árdegis til kl. 22 að kvöldi, en
þó hafa einstaka kjörstjórnir ákveðið, eins og þeim er heimilt, að byrja
síðar og/eða hætta fyrr.