Margir árekstrar hafa orðið í umferðinni í Reykjavík í dag. Að sögn Birgis Hilmarssonar, hjá Árekstri.is, hafa um 20 umferðaróhöpp komið til kasta fyrirtækisins í borginni í dag.
Í tveimur tilvikum hafa þrír bílar rekist saman, á Snorrabraut og Miklubraut.
Að sögn Birgis virðist, sem sólin hafi truflað ökumenn en himininn hefur verið heiður í dag og sólin lágt á lofti.