Undirbúa þarf atvinnuuppbyggingu

Við tilraunaborholu á Þeistareykjum.
Við tilraunaborholu á Þeistareykjum. mbl.is/Birkir

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að í sjálfu sér komi ekki á óvart sú niðurstaða Skipulagsstofnunar að veruleg, óafturkræf umhverfisáhrif myndu verða af fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum á Norðausturlandi og stóru álveri á Bakka við Húsavík.

Menn hafi vitað að áhrifin yrðu mikil. En margt hafi breyst frá því að fyrst var rætt um framkvæmdina, meðal annars sé nú meiri samkeppni um orkuna. „Það eru 26 mánuðir síðan þessi vinna fór í gang og það hefur gríðarlega margt breyst síðan,“ segir iðnaðarráðherra, en fjallað er um álit Skipulagsstofnunar í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

„Verkefnisstjórnin hefur unnið sína vinnu, Landsvirkjun hefur nú eignast meira eða minna alla orkuöflunina á svæðinu. Við vitum núna að það verður þarna mikil atvinnuuppbygging á komandi árum og misserum og þurfum að fara að undirbúa það. Við erum búin að skipta verkum þannig að samningamálin eru t.d. algerlega á hendi Landsvirkjunar. Fleiri en einn kaupandi hafa verið að banka á dyrnar,“ segir Katrín.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert