Veiðiheimildir gegn gjaldi

Á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í morg­un kynnti Jón Bjarna­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra frum­varps­drög um út­hlut­un á ákveðnu magni af f þorski, ýsu, ufsa, löngu, keilu, gull­karfa, mak­ríl, norsk-ís­lenskri síld og ís­lenskri sum­argots­s­íld til skipa sem hafa veiðileyfi. Útgerðir munu þurfa að greiða til­tekið gjald fyr­ir afla­heim­ild­irn­ar sem renna mun í rík­is­sjóð eða til til­tek­inna verk­efna.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins er áætlað að tekj­ur rík­is­ins af slíkri út­hlut­un fram­hjá afla­marki yrði 2-3 millj­arðar króna miðað við heilt ár og mun vísað til verk­efna á lands­byggðinni í þessu sam­bandi. Ákvörðunin kæmi  til fram­kvæmda um leið frum­varpið yrði að lög­um frá Alþingi.

Jón Bjarna­son sagði á aðal­fundi Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda í októ­ber, að hann ætlaði að leggja til að ráðherra fái heim­ild til að út­hluta ákveðnu magni af þorski, ýsu, ufsa, gull­karfa og ís­lenskri sum­argots­s­íld gegn gjaldi í rík­is­sjóð. 

Sagði Jón þá, að mik­il­vægt væri að kanna til fulln­ustu mögu­leika á að rýmka heim­ild­ir til veiða og veiðistýr­ing­ar og þá jafn­framt að skapa þjóðinni aukn­ar bein­ar tekj­ur af auðlind­inni. Ekki muni af veita til þess að unnt sé að vinna á móti þeim mikla niður­skurði sem boðaður hafi verið á grunnþjón­ustu, eins og til dæm­is heil­brigðisþjón­ustu á lands­byggðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert