13% kjörsókn í Reykjavík kl. 14

Kjörstaðir eru opnir til kl. 22 í kvöld.
Kjörstaðir eru opnir til kl. 22 í kvöld. mbl.is/Golli

Klukkan 14 í dag var kjörsókn í Reykjavík tæplega 13% sem er þó nokkru minna en á sama tíma í síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu og sveitarstjórnarkosningum.

Í viðtölum við kjörstjórnir í morgun hefur komið fram að meira sé um að fólk á miðjum aldri og eldra sé búið að kjósa en yngra fólk.

Kjörstaðir eru almennt opnir til kl. 22 í kvöld, en skemur í sumum litlum sveitarfélögum úti á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert