21% höfðu kosið kl. 17

Þessir kjósendur voru að skoða upplýsingabæklinginn í Ráðhúsinu.
Þessir kjósendur voru að skoða upplýsingabæklinginn í Ráðhúsinu. mbl.is/Golli

Kjör­sókn er mun minni í Reykja­vík í kosn­ing­un­um til stjórn­lagaþings en í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni um Ices­a­ve-lög­in. Kl. 17 voru um 21% kjós­enda búin að kjósa, en á sama tíma voru um 38% bún­ir að kjósa í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni.

Kl. 17 höfðu 20% kjós­enda í Reykja­vík-norður kosið en 36% höfðu kosið um Ices­a­ve-lög­in á sama tíma í fyrra­vet­ur. Í Reykja­vík-suður höfðu 22% kosið kl. 17 en 39,3% um Ices­a­ve-lög­in.

Katrín Theo­dórs­dótt­ir, sem á sæti í kjör­stjórn í Reykja­vík, seg­ir að fram­kvæmd kosn­ing­anna hafi gengið vel. Kjör­stjórn hafi verið með tals­verðan viðbúnað vegna þess að menn hafi ekki vitað fyr­ir víst hversu lang­an tíma tæki fyr­ir fólk að kjósa. Þetta hafi hins veg­ar allt gengið vel. Eng­ar biðraðir hafi mynd­ast og sára­fá­ar kvart­an­ir borist.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is virðist tals­vert vanta upp á það að yngra fólk skili sér á kjörstað. Þeir sem eldri eru séu enn sem komið er í meiri­hluta þeirra sem kosið hafa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka