Bentu þingmönnum á veiluna í lögunum

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Heiðar

Þingmenn úr öllum flokkum samþykktu mótatkvæðalaust nýtt lagaákvæði um ábyrgðarmenn í mars 2009, en Hæstiréttur telur þau stangast á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og því marklaus.

Í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag segir, að ekki verði séð af umræðum eða greinargerðum að miklar efasemdir hafi verið uppi um að ákvæðin stæðust gagnvart stjórnarskránni. En réttarfarsnefnd minnti þó á að kröfuréttindi væru eign og nytu því verndar 72. greinar stjórnarskrárinnar. Ef nýja löggjöfin gerði þau verðlaus hlytu því bætur að koma fyrir kröfuréttindin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert