Fæðingarorlofssjóður þarf að spara 300 milljónir

Nýfæddir Íslendingar á vöggustofu Landspítalans.
Nýfæddir Íslendingar á vöggustofu Landspítalans. Kristinn Ingvarsson

Gera þarf breytingar á reglum Fæðingarorlofssjóðs til að spara u.þ.b. 300 milljónir. Upphaflega var áformað að skerða réttindi um einn milljarð.

Breytingar sem gerðar hafa verið á reglum Fæðingarorlofssjóðs á þessu og síðasta ári hafa skilað meiri sparnað en upphaflega var reiknað með og því þarf ekki að skera niður um milljarð á næsta ári eins og gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu.

Í félagsmálaráðuneytinu hefur verið farið yfir stöðu sjóðsins og nú liggur fyrir að ná þarf fram sparnaði sem nemur um það bil þriðjungi af því sem áætlað var í fjárlögum. Verið er að skoða mögulegar útfærslur til breytinga á fæðingarorlofskerfinu í þessu skyni í ráðuneytinu og verða þær kynntar á næstu dögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert