Icesave kom ekki til tals

Icesave-samkomulaginu mótmælt á Austurvelli.
Icesave-samkomulaginu mótmælt á Austurvelli. Kristinn Ingvarsson

Mar­el kynnti í gær alls­herj­ar­end­ur­fjármögn­un á skuld­um fé­lags­ins. Hol­lensku bank­arn­ir ING Bank, Ra­bobank og ABN Amro eru veiga­mest­ir í end­ur­fjármögn­un­inni, sem nem­ur alls 350 millj­ón­um evra. Sé miðað við geng­is­skrán­ingu Seðlabanka Íslands nem­ur það um 54 millj­örðum ís­lenskra króna.

Árni Odd­ur Þórðar­son, stjórn­ar­formaður Mar­els, seg­ir í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag að sú staðreynd að ekki hafi verið gengið frá samn­ing­um við Breta og Hol­lend­inga vegna Ices­a­ve-máls­ins hafi ekki verið fyr­ir­staða.

Raun­ar hafi það ekki komið til tals í viðræðum um end­ur­fjármögn­un Mar­els. Árni Odd­ur seg­ist binda von­ir við að end­ur­fjármögn­un Mar­els ryðji braut­ina fyr­ir önn­ur ís­lensk fyr­ir­tæki á alþjóðlega fjár­magns­markaði.

Fjár­magns­kostnaður af lán­inu sem Mar­el hef­ur samið um eru 3,2%.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka