Kosning hófst almennt kl. 9

Kosið er í Ráðhúsinu í Reykjavík og á fleiri stöðum.
Kosið er í Ráðhúsinu í Reykjavík og á fleiri stöðum.

Kosn­ing til stjórn­lagaþings hófst á flest­um kjör­stöðum kl. 9 í dag. 522 fram­bjóðend­ur eru í kjöri, en kjós­end­ur mega kjósa allt að 25. Á kjör­skrá eru 232.374, en þar af eru 7.494 nýir kjós­end­ur sem ekki höfðu rétt til að kjósa til Alþing­is vorið 2009.

Kjörstaðir eru al­mennt opn­ir frá kl. 9 til kl. 22 í kvöld, en þó hafa ein­staka kjör­stjórn­ir ákveðið, eins og þeim er heim­ilt, að byrja síðar og/​eða hætta fyrr. Sveit­ar­fé­lög aug­lýsa kjörstaði í kosn­ing­um til stjórn­lagaþings og mörg þeirra birta einnig kjör­fund­ar­upp­lýs­ing­ar á vefj­um sín­um. Upp­lýs­ing­ar um kjörstaði í Reykja­vík birt­ist í dag­blöðunum í dag.

Á kjör­skrá eru 232.374 kjós­end­ur og er fjöldi karla og kvenna svo til jafn. Kon­ur eru 116.559 en karl­ar 115.815. Í end­an­legri tölu kjós­enda á kjör­skrá, sem birt verður í skýrslu um kosn­ing­una, verður tekið til­lit til tölu lát­inna og þeirra sem fá nýtt rík­is­fang eft­ir að kjör­skrár­stofn­ar voru unn­ir, svo og breyt­inga sem verða á kjör­skrá vegna leiðrétt­inga. Við alþing­is­kosn­ing­arn­ar 25. apríl 2009 voru 227.843 kjós­end­ur á kjör­skrá og nem­ur fjölg­un­in síðan þá 4.531 eða 2,0%.

Kjós­end­ur með lög­heim­ili er­lend­is eru 12.325 eða 5,3% kjós­enda­töl­unn­ar og hef­ur þeim fjölgað um 2.401 frá síðustu alþing­is­kosn­ing­um eða um 24,2%. Kjós­end­um með lög­heim­ili hér á landi fjölg­ar um 2.130 eða 1,0%. Þeir sem vegna ald­urs fá nú að kjósa sam­kvæmt alþing­is­kosn­inga­lög­um en fengu ekki að kjósa til Alþing­is 2009 eru 7.494 eða 3,2% af kjós­enda­töl­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert