Kosningaþátttaka líklega um 40%

Kosningu til stjórnlagaþings lauk kl. 22 í kvöld.
Kosningu til stjórnlagaþings lauk kl. 22 í kvöld. mbl.is/Golli

Talið er að kosn­ingaþátt­taka í Reykja­vík í kosn­ing­un­um til stjórn­lagaþings hafi verið í kring­um 40% þegar at­kvæði greidd utan kjör­fund­ar eru tal­in með. Kosn­ingu lauk kl. 22 í kvöld. Þetta er mun dræm­ari þátt­taka en al­mennt er í kosn­ing­um hér á landi.

Í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni um Ices­a­ve-lög­in í fyrra­vet­ur var kosn­ingaþátt­tak­an um 60%.

Taln­ing at­kvæða hefst kl. 9 í fyrra­málið. Óljóst er hve lang­an tíma tek­ur að telja öll at­kvæði, en hugs­an­legt er að úr­slit liggi fyr­ir á morg­un. Það er þó ekki víst. Taln­ing fer fram í taln­inga­vél­um, en slík­ar vél­ar hafa aldrei áður verið notaðar í kosn­ing­um hér á landi.

Ekki er búið að taka sam­an töl­ur um kosn­ingaþátt­töku yfir allt landið. Dæmi eru um að kosn­ingaþátt­taka hafi farið yfir 50%. Það á t.d. við um Brú­ar­ás­kjör­deild í Borg­ar­f­irði þar sem þátt­tak­an var 52%, en þar voru 97 á kjör­skrá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert