Meðal sendiráðspóstanna 250 þúsund, sem vefurinn WikiLeaks byrjaði að birta í kvöld, eru 290 póstar frá sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík, flestir frá árunum 2005 til 2010.
Af þessum skjölum eru 12 skjöl, sem skilgreind eru sem leyniskjöl og eigi ekki að berast til annrra ríkja, að því er kemur fram á vef þýska blaðsins Spiegel, sem hefur fengið aðgang að skjölunum.
Skjölin hafa ekki enn verið birt á vefnum. Á vefsvæði WikiLeaks hafa aðeins verið birt 220 skjöl af alls 251.287 skjölum, sem til stendur að birta.