36,77% kosningaþátttaka

Notast er við talninavélar sem fluttar voru inn til landsins.
Notast er við talninavélar sem fluttar voru inn til landsins.

Kosn­ingaþátt­taka í kosn­ing­un­um til stjórn­lagaþings var 36,77%. Ástráður Har­alds­son, formaður lands­kjör­stjórn­ar, seg­ir orðið ljóst að ekki verði hægt að ljúka taln­ingu fyrr en á morg­un.

36,77% kosn­ingaþátt­taka þýðir að rúm­lega 85 þúsund manns kusu í kosn­ing­un­um. Þetta er minnsta kosn­ingaþátt­taka í al­menn­um kosn­ing­um hér í ára­tugi. Kosn­ingaþátt­taka í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni um Ices­a­ve-lög­in í fyrra­vet­ur var um 60%.

Ástráður sagði að vegna minni kosn­ingaþátt­töku hefðu menn velt fyr­ir sér hvort hægt yrði að ljúka taln­ingu í dag og birta töl­ur í kvöld, en nú sé ljóst að það muni ekki tak­ast. Hann seg­ir að eng­in vanda­mál hafi komið upp við taln­ing­una, en hún sé tíma­frek.

Ástráður sagði að ákveðið hefði verið að gera hlé á taln­ing­unni í kvöld og vinna ekki í nótt. Taln­ingu yrði síðan haldið áfram í fyrra­málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert