Kjörsókn á Akureyri náði ekki 30%

Kosningu til stjórnlagaþings lauk kl. 22 í gær.
Kosningu til stjórnlagaþings lauk kl. 22 í gær. mbl.is/Golli

Kjörsókn á Akureyri í kosningum til stjórnlagaþings í dag, náði ekki 30%. Alls kusu 3.513 á Akureyri og þar af 343 utankjörfundar, sem þýðir 29,31% kjörsókn. Þetta er mun minni kjörsókn en í kosningunum um Icesace fyrr á árinu en þá var kjörsókn á Akureyri rúm 52%. 

Þetta kemur fram í Vikudegi á Akureyri. Kjörsókn í Reykjavík er talin hafa verið í kringum 40%. Talið er að tölur um kjörsókn á landinu öllu verði orðnar ljósar um hádegisbil.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert