Kosningaþátttakan áfall fyrir Jóhönnu

Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður.
Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður. Ómar Óskarsson

Sig­urður Kári Kristjáns­son, alþing­ismaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að kosn­ingaþátt­tak­an í stjórn­lagaþings­kosn­ing­un­um hljóti að vera áfall fyr­ir hvata­menn þess­ara kosn­inga, þar á meðal fyr­ir Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra. Kosn­ingaþátt­tak­an sé sú minnsta á landsvísu í um 100 ár.

„Ég held að það sé ekki leng­ur hægt að tala um að af­leit kjör­sókn hljóti að fela í sér veru­leg von­brigði fyr­ir aðstand­end­ur kosn­ing­anna og helstu hvata­menn henn­ar, þar á meðal Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, sem lagði mikið und­ir í mál­inu. Nær væri að tala um áfall,“ seg­ir Sig­urður Kári á blogg-síðu sinni.

„Niðurstaðan er sú að umboð stjórn­lagaþings­ins verður miklu veik­ara en lagt var upp með í upp­hafi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert