Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, segir að kosningaþátttakan í stjórnlagaþingskosningunum hljóti að vera áfall fyrir hvatamenn þessara kosninga, þar á meðal fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Kosningaþátttakan sé sú minnsta á landsvísu í um 100 ár.
„Ég held að það sé ekki lengur hægt að tala um að afleit kjörsókn hljóti að fela í sér veruleg vonbrigði fyrir aðstandendur kosninganna og helstu hvatamenn hennar, þar á meðal Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, sem lagði mikið undir í málinu. Nær væri að tala um áfall,“ segir Sigurður Kári á blogg-síðu sinni.
„Niðurstaðan er sú að umboð stjórnlagaþingsins verður miklu veikara en lagt var upp með í upphafi.“