Minnst kosningaþátttaka var í Suðurkjördæmi eða 29,2%, en mest var hún í Reykjavík-suður 41,15%. Kosningaþátttaka á landinu öllu var 35,97%, að því er kemur fram í tilkynningu frá landskjörstjórn.
Samtals kusu 83.576 í kosningum til stjórnlagaþings, en 232.374 voru á kjörskrá. Kosningaþátttaka í einstökum kjördæmum var eftirfarandi:
Norðausturkjördæmi 30,46%,
Norðvesturkjördæmi 32,71%,
Reykjavík-norður 39,4%,
Reykjavík-suður 41,15%,
Suðurkjördæmi 29,2%,
Suðvesturkjördæmi 37,08%.
Stefnt er að því að kynna úrslit kosninganna annað kvöld. Þá kemur í ljós hvaða 25 einstaklingar hafa verið kosnir til að sitja á stjórnlagaþingi, en það á að koma saman í byrjun næsta árs til að fjalla um stjórnarskrána.