Úrslit líklega kynnt annað kvöld

Talning í kosningunum fer fram í Laugardalshöll.
Talning í kosningunum fer fram í Laugardalshöll. mbl.is/Golli

Ástráður Har­alds­son, formaður lands­kjör­stjórn­ar, seg­ist telja lík­legt að úr­slit kosn­inga á stjórn­lagaþing verði til­kynnt annað kvöld. Taln­inga­menn gera hlé á taln­ingu um kl. 22 og halda síðan áfram taln­ingu kl. 8:30 í fyrra­málið.

Ástráður sagði að taln­ing í þess­um kosn­ing­um væri flókn­ari en í venju­leg­um þing­kosn­ing­um. Menn hefðu ekki vitað fyr­ir­fram hversu lang­an tíma tæki að telja, en hún hefði reynst tíma­frek­ari en hann var að gera sér von­ir um.

Ástráður sagði stefnt að því að kynna niður­stöðu kosn­ing­anna á blaðamanna­fundi annað kvöld. Hann sagðist segja þetta með þeim fyr­ir­vara að ekk­ert komi upp á sem tefji taln­ing­una.

Ekk­ert verður gefið upp um stöðu efstu manna fyrr en end­an­leg­ar niður­stöður kosn­ing­anna liggja fyr­ir.

522 fram­bjóðend­ur voru í kjöri. 36,77% kjós­enda á kjör­skrá tóku þátt í kosn­ing­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert