9 kúabændur kærðir til lögreglu

Matvælastofnun hefur kært níu bændur fyrir að setja nautgripi ekki út í sumar. Telur Matvælastofnu, að þeir sem byrgja gripi sína inni allt árið brjóti reglugerð um aðbúnað nautgripa sem og ákvæði dýraverndunarlaga.

Fram kemur á vef Matvælastofnunar, að flestir kúabændur telji útivist nautgripa sjálfsagðan hlut en í sumar hefði Matvælastofnun haft afskipti af nokkrum kúabændum vegna skorts á útivist nautgripa. Nokkrir þeirra brugðust rétt við kröfum Matvælastofnunar og settu út sína nautgripi en níu bænda gerðu það ekki og hefur stofnunin kært þá til lögreglu.  

Samkvæmt reglugerð um aðbúnað nautgripa skal tryggja öllum gripum, nema graðnautum eldri en sex mánaða, átta vikna útivist hið minnsta ár hvert.  Í lögum um dýravernd segir að tryggja skuli dýrum eðlilegt frelsi til hreyfingar samkvæmt viðurkenndri reynslu og þekkingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert