Ekki skreytt í Innri Njarðvík

Ekki stendur til að setja upp jólaskreytingar í ljósastaura í Innri Njarðvík á vegum bæjarfélagsins, eins og tíðkast hefur undanfarin ár. Fram kemur á vef Víkurfrétta, að eina opinbera skreytingin sé jólatré með rauðum ljósum framan við Njarðvíkurkirkju.

Fram kemur á vefnum, að á dögunum hafi mátt sjá menn með tæki og tól við ljósastaura að setja upp fallegar ljósaskreytingar. Skreytingameistararnir fóru hins vegar ekki lengra en á Fitjar þar sem ljósabjalla er sú opinbera skreyting sem næst kemst Innri Njarðvík.

„Ekki stendur til að fara lengra inn í Njarðvík þetta árið vegna hagræðingar,“ segir Guðlaugur H. Sigurjónsson, framkvæmdarstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs, við fyrirspurn Víkurfrétta.

Vefur Víkurfrétta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert