Ekki skreytt í Innri Njarðvík

Ekki stend­ur til að setja upp jóla­skreyt­ing­ar í ljósastaura í Innri Njarðvík á veg­um bæj­ar­fé­lags­ins, eins og tíðkast hef­ur und­an­far­in ár. Fram kem­ur á vef Vík­ur­frétta, að eina op­in­bera skreyt­ing­in sé jóla­tré með rauðum ljós­um fram­an við Njarðvík­ur­kirkju.

Fram kem­ur á vefn­um, að á dög­un­um hafi mátt sjá menn með tæki og tól við ljósastaura að setja upp fal­leg­ar ljósa­skreyt­ing­ar. Skreyt­inga­meist­ar­arn­ir fóru hins veg­ar ekki lengra en á Fitj­ar þar sem ljósa­bjalla er sú op­in­bera skreyt­ing sem næst kemst Innri Njarðvík.

„Ekki stend­ur til að fara lengra inn í Njarðvík þetta árið vegna hagræðing­ar,“ seg­ir Guðlaug­ur H. Sig­ur­jóns­son, fram­kvæmd­ar­stjóri Um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs, við fyr­ir­spurn Vík­ur­frétta.

Vef­ur Vík­ur­frétta

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert