Fyrsti rýnifundur um landbúnað

Rýnifundirnar fara fram í Brussel.
Rýnifundirnar fara fram í Brussel. YVES HERMAN

Fyrsti rýnifund­ur um land­búnaðar­mál hefst í Brus­sel á morg­un. Á fund­in­um bera sér­fræðing­ar Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins sam­an lög­gjöf í þessu sviði. Umræður um land­búnaðar­mál munu standa í fjóra daga í þess­ari lotu og aft­ur fjóra daga í lok janú­ar.

Á rýnifund­un­um er farið yfir lög­gjöf beggja aðila í þeim 33 efn­isköfl­um sem laga­safn Evr­ópu­sam­bands­ins skipt­ist í til að greina hvar ís­lensk lög­gjöf er frá­brugðin og hvað semja þarf um.

Á fyrsta rýnifund­in­um var fjallað um 5. kafla - Op­in­ber inn­kaup, sem er hluti af EES-samn­ingn­um. Síðan var fjallað um fé­lags­rétt, upp­lýs­inga­tækni og fjöl­miðla, fjár­málaþjón­ustu, um­hverf­is­mál, vís­indi og rann­sókn­ir, mennta­mál og menn­ingu og í dag var fundað um fjár­málaþjón­ustu.

Flest­ir þess­ir mála­flokk­ar voru rædd­ir á fund­um sem stóðu í einn dag, en ástæðan er sú að víða er eng­inn eða mjög lít­ill mun­ur á lög­gjöf Íslands og ESB. Í land­búnaðar­mál­um er lög­gjöf­in hins veg­ar mjög ólík og því tek­ur lengri tíma að yf­ir­fara hana.

Fund­irn­ir halda áfram allt fram í miðjan júní, en síðast rýnifund­ur­inn, sem fjall­ar um orku­mál, verður hald­inn 17. júní.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert