Gunnar stígur til hliðar

Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins.
Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins. Ómar Óskarsson

Gunn­ar Þor­steins­son hef­ur ákveðið að stíga tíma­bundið til hliðar sem for­stöðumaður trú­fé­lags­ins Kross­ins. Gunn­ar birti á heimasíðu fé­lags­ins stutta frétta­til­kynn­ingu í gær­kvöldi þess efn­is, en hann hef­ur ásakaður um kyn­ferðisaf­brot gegn kon­um í söfnuðinum.

Á sam­komu Kross­ins í gær lýstu börn Gunn­ars og tengda­börn yfir stuðningi við hann en eig­in­kona hans, Jón­ína Bene­dikts­dótt­ir, var aðalræðumaður kvölds­ins. 

„Í kjöl­far fund­ar­ins var afar fjöl­sótt sam­koma og þar var mik­ill sigurandi og ein­ing.  Ég var mjög ánægður með sam­kom­una og ég er glaður eft­ir góðan dag.

Þrátt fyr­ir þenn­an stuðning ykk­ar hef ég tekið þá ákvörðun að fara þess á leit við stjórn safnaðar­ins að fá að stíga til hliðar sem for­stöðumaður a.m.k. tíma­bundið meðan þetta gjörn­inga­veður geng­ur yfir.“ 

Gunn­ar seg­ist hafa tekið ákvörðun­ina einn í sam­ráði við eig­in­konu sína. Þá biður hann menn um að sýna hon­um skiln­ing og umb­urðarlyndi.





mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert