Gunnar Þorsteinsson hefur ákveðið að stíga tímabundið til hliðar sem forstöðumaður trúfélagsins Krossins. Gunnar birti á heimasíðu félagsins stutta fréttatilkynningu í gærkvöldi þess efnis, en hann hefur ásakaður um kynferðisafbrot gegn konum í söfnuðinum.
Á samkomu Krossins í gær lýstu börn Gunnars og tengdabörn yfir
stuðningi við hann en eiginkona hans, Jónína Benediktsdóttir, var
aðalræðumaður kvöldsins.
„Í
kjölfar fundarins var afar fjölsótt samkoma og þar var mikill sigurandi
og eining. Ég var mjög ánægður með samkomuna og ég er glaður eftir
góðan dag.
Þrátt fyrir þennan stuðning ykkar hef ég tekið þá
ákvörðun að fara þess á leit við stjórn safnaðarins að fá að stíga til
hliðar sem forstöðumaður a.m.k. tímabundið meðan þetta gjörningaveður
gengur yfir.“
Gunnar segist hafa tekið ákvörðunina einn í samráði við eiginkonu sína. Þá biður hann menn um að sýna honum skilning og umburðarlyndi.