Jólastemningin er í Reykjavík

Jólatréð á Austurvelli.
Jólatréð á Austurvelli. mbl.is/Golli

Reykjavík er í fyrsta sæti á lista yfir þá 10 borgir  sem CNN mælir með að fólk verji jólunum. Þar segir að Ísland sé frábær staður fyrir börn. Þá er sérstaklega tekið sérstaklega fram að jólasveinarnir eru 13. Einnig er minnst á jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði.

Í öðru sæti listans, sem var birtur á vef CNN í síðustu viku, er Nürnberg í Þýskalandi.

Reykjavík skýtur stórborgum á borð við New York, London og Hong Kong ref fyrir rass.

Topp 10 listinn er eftirfarandi:

  1. Reykjavík á Íslandi
  2. Nürnberg í Þýskalandi
  3. Pogost í Hvíta-Rússlandi
  4. Salzburg í Austurríki
  5. Sydney í Ástralíu
  6. New York í Bandaríkjunum
  7. Hong Kong í Kína
  8. San Juan í Púertó Ríkó
  9. London í Bretandi
  10. Boston í Bandaríkjunum
Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert