Ríflega 41% Íslendinga er fylgjandi aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og um 35% hvorki fylgjandi né andvíg veru Íslands í bandalaginu. Að sama skapi eru 22% landsmanna andvíg aðild Íslands að NATO.
Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Miðlun framkvæmdi nýverið. Úrtakið í könnuninni var 1.600 einstaklingar á aldrinum 18-75 ára. Af þeim svöruðu 856 manns könnuninni og 814 tóku afstöðu til spurningarinnar um NATO. Karlar voru mun frekar fylgjandi en konur.