Ragna verður skrifstofustjóri Landsvirkjunar

Ragna Árnadóttir.
Ragna Árnadóttir.

Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið ráðin skrifstofustjóri Landsvirkjunar. Skrifstofustjóri situr í framkvæmdastjórn fyrirtækisins, stýrir verkefnum í umboði forstjóra og vinnur að samskiptum við stjórnsýslu og hagsmunaaðila.

Ragna var dóms- og kirkjumálaráðherra, síðar dómsmála- og mannréttindaráðherra, frá 1. febrúar 2009 til 2. september 2010. Hún starfaði áður í dómsmálaráðuneyti um sjö ára skeið sem skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra, auk þess að vera settur ráðuneytisstjóri um tíma. Ragna starfaði á skrifstofu Alþingis í fjögur ár og síðan önnur fjögur á skrifstofu Norðurlandaráðs í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Ragna er lögfræðingur að mennt. Hún hefur lokið meistaragráðu í Evrópurétti frá háskólanum í Lundi og útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1991.

Ragna tekur við af Agnari Olsen sem lætur af starfi vegna aldurs eftir áratuga farsælt starf hjá Landsvirkjun.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert