Slys vegna hálku í höfuðborginni

Mikil hálka er víða á gangstígum borgarinnar í dag.
Mikil hálka er víða á gangstígum borgarinnar í dag. Þorkell Þorkelsson

Tölu­vert hef­ur verið um slys á gang­andi veg­far­end­um á höfuðborg­ar­svæðinu í dag sem rekja má til hálku og erfiðra aðstæðna vegna ís­ing­ar. Mikið álag hef­ur verið á sjúkra­flutn­inga­menn og slysa­deild í dag af þeim sök­um.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá slökkviliði hafa sjúkra­flutn­inga­menn farið í hátt á ann­an tug út­kalla í dag vegna slysa tengd­um hálku. Hálk­an virðist mjög lúmsk þannig að fólk átti sig ekki á henni þegar það fer út og eitt­hvað hafi verið um bein­brot hjá fólki sem hef­ur dottið. Mikið álag hafi því verið á sjúkra­flutn­inga­mönn­um og slysa­deild.

Um­ferðar­stofa vill vara fólk við hálku, sér­stak­lega á gang­stíg­um og bíla­stæðum, og þess skal gætt að fólk sé vel búið til fót­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert