10 milljarðar til sveitarfélaga

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Fjár­málaráðherra hef­ur lagt fram svo­nefnd­an bandorm á Alþingi þar sem lagt er til að gerðar verði ýms­ar breyt­ing­ar á lög­um um skatta og gjöld. Meðal ann­ars er lagt til að tekju­skatt­hlut­fall verði lækkað um 1,2% og út­svar hækki um 1,2%. Með þessu móti verði færðir 10,2 millj­arðar frá ríki til sveit­ar­fé­laga vegna yf­ir­færslu á mál­efn­um fatlaðra frá ríki til sveit­ar­fé­laga.

Í frum­varp­inu eru einnig ákvæði um skatta­leg úrræði fyr­ir fyr­ir­tæki, ann­ars veg­ar vegna skatta­legr­ar meðferðar á eft­ir­gjöf skulda og hins veg­ar vegna heim­ild­ar til greiðslu­upp­gjörs á gjald­fölln­um skatta­skuld­um frá fyrri árum.

Þá eru lagðar til breyt­ing­ar á lög­um um ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki til frek­ari efl­ing­ar þeirri starf­semi, auk niður­fell­ing­ar hluta­bréfa­afslátt­ar. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri fær heim­ild til að ein­falda og hraða málsmeðferð gagn­vart aðilum sem eru til rann­sókn­ar.

Loks eru lagðar til nokkr­ar breyt­ing­ar sem eru til­komn­ar vegna at­huga­semda frá Eft­ir­lits­stofn­un EFTA, til­komu um­hverf­i­s­vænna orku­gjafa og fram­leng­ing­ar á niður­fell­ingu stimp­il­gjalds vegna skil­mála­breyt­inga lána hjá fólki í greiðslu­erfiðleik­um.

Frum­varpið í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert