Eldsneyti hækkar um 5 krónur

Skeljungur hefur hækkað verð á eldsneyti um 5 krónur lítrann, bæði á bensíni og dísilolíu; önnur félög hafa ekki hækkað verðið enn. Kostar bensínlítrinn 203,90 krónur í sjálfsafgreiðslu hjá félaginu og dísilolían  203,70 krónur.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is má rekja þessa hækkun til umtalsverðrar hækkunar á heimsmarkaðsverði á eldsneyti og einnig hefur gengi Bandaríkjadals hækkað gagnvart krónu upp á síðkastið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert