Enginn vinnuskóli fyrir 8. bekk

Nemendur úr 8. bekk grunnskóla fá ekki störf hjá Vinnuskólanum …
Nemendur úr 8. bekk grunnskóla fá ekki störf hjá Vinnuskólanum næsta sumar. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Vinnuskóli Reykjavíkur mun ekki geta tekið á móti nemendum úr 8. bekk næsta sumar eins og verið hefur. Þetta kom fram í máli borgarstjóra við umræður um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar á fundi borgarstjórnar í dag.

Jón Gnarr borgarstjóri sagðist vona að borgaryfirvöldum og fjölskyldum unglinganna muni takast að taka höndum saman um að skapa þessum aldurshópi verðug verkefni næsta sumar.

Ein leið að því takmarki gæti falist í þátttöku fjölskyldna í ræktun í svokölluðum fjölskyldugörðum sem verði reknir á grunni gömlu skólagarðanna. Þar geti fjölskyldur sameinast um matjurtaræktun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka