Gefur tónleikamiða, myndir og plötur

Sena gefur Fjölskylduhjálp Íslands m.a. 180 miða á jólatónleika Björgvins …
Sena gefur Fjölskylduhjálp Íslands m.a. 180 miða á jólatónleika Björgvins Halldórssonar. mbl.is/Sverrir

Shefur ákveðið að gefa ekki jólagjafir til viðskiptavina sinna þetta árið en styrkja þess í stað Fjölskylduhjálp Íslands með ýmsu fjölskyldu- og barnaefni.

Í pakkanum er að finna 180 miða á jólagesti Björgvins í Laugardalshöllinni sem fram fara um næstu helgi, 50 DVD barnamyndir, 100 barnaplötur, 60 barnabækur, 50 bíómiða og 50 leikfangapakka. Heildarandvirði jólapakkans er um 2,5 milljónir og verður hann afhendur Fjölskylduhjálp Íslands á morgun.

Í tilkynningu skorar Sena  á önnur fyrirtæki hér á landi að styrkja Fjölskylduhjálp Íslands enda hafi þörfin aldrei verið meiri en nú.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert