Hækkanir hafa áhrif á launakröfur

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ mbl.is/Kristinn Ingvarsson

 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að frétt um fyrirhugaða hækkun útsvars og fleiri gjalda í Reykjavík, sem Morgunblaðið sagði frá í morgun, muni hafa talsverð áhrif á kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar.

Gylfi segir að sveitarfélög landsins muni á næstu dögum birta drög að fjárhagsáætlunum sínum. Eins og fram komi í Morgunblaðinu í dag sé ýmislegt í vændum hjá borginni „sem ég er ekki í vafa um að mun hafa talsverð áhrif á endanlegar kröfugerðir. Ég ætla bara að vona að oddvitar þessara sveitarfélaga geri sér grein fyrir því hvert þau eru að fara,“ segir Gylfi.

„Menn eru að leita að grundvelli kjarasamninganna og á hvaða forsendum þeir verða gerðir. Það er engin launung á því að við glímum við mikla óvissu og tortryggni í garð stjórnvalda varðandi efnahags- og atvinnumálin,“ segir Gylfi um undirbúninginn fyrir endurnýjun kjarasamninga á næstunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka