Nýja Hvítárbrúin við Bræðratungu verður opnuð fyrir almenna umferð á morgun, en verkinu á að vera að fullu lokið 15. júní á næsta ári.
Brúin tengir saman Biskupstungur og Hrunamannahrepp og með henni styttist vegurinn milli Flúða og Reykholts um 26 km.