Meirihluti fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju?

Ásdís Ásgeirsdóttir

Af þeim 25 fulltrúum sem kjörnir voru á stjórnlagaþing lýstu fimmtán sig frekar eða mjög andvíga því að sérstakt ákvæði sé um þjóðkirkju í stjórnarskránni á vef DV eða á síðunni adskilnadur.is. Virðist því sem meirihluti sé fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju á þinginu.

Sjö fulltrúanna segjast vera frekar eða mjög hlynntir því að áfram verði ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskránni, tveir eru hlutlausir en einn fulltrúinn lýsti aldrei skoðun sinni á ákvæðinu.

Einn þeirra sem lýstu sig andvíga þjóðkirkjuákvæði, Gísli Tryggvason, hafði þó sagt að hann vildi geyma umræður um stöðu þjóðkirkjunnar.

Afstaða fulltrúa til ákvæðis um þjóðkirkju samkvæmt svörum á DV.is og adskilnadur.is:

Andrés Magnússon                frekar hlynntur
Ari Teitsson                            frekar hlynntur
Arnfríður Guðmundsdóttir      frekar hlynnt
Ástrós Gunnlaugsdóttir          frekar andvíg
Dögg Harðardóttir                  mjög hlynnt
Eiríkur Bergman                     frekar andvígur
Erlingur Sigurðarson              mjög andvígur
Freyja Haraldsdóttir               mjög andvíg
Gísli Tryggvason                    frekar andvígur (vill geyma umræðu)
Guðmundur Gunnarsson
Illugi Jökulsson                       mjög andvígur
Inga Lind Karlsdóttir               frekar andvíg
Katrín Fjelsted                        hlutlaus
Katrín Oddsdóttir                    frekar andvíg
Lýður Árnason                       hlutlaus
Ómar Ragnarsson                 frekar andvígur
Pawel Bartozsek                    frekar andvígur
Pétur Gunnlaugson                frekar eða mjög hlynntur
Salvör Nordal                         frekar hlynnt
Silja Bára Ómarsdóttir           mjög andvíg
Vilhjálmur Þorsteinsson         mjög andvígur
Þorkell Helgason                    frekar andvígur
Þorvaldur Gylfason                frekar hlynntur
Þórhildur Þorleifsdóttir           frekar andvíg
Örn Bárður Jónsson              frekar andvígur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert