Önnur skjálftahrina í Krýsuvík

Fjölmargir skjálftar hafa mælst í kvöld á Krýsuvíkursvæðinu.
Fjölmargir skjálftar hafa mælst í kvöld á Krýsuvíkursvæðinu. Mynd/vedur.is

Jarðskjálftahrina hófst undir kvöld á Krýsuvíkursvæðinu. Er þetta önnur hrinan á einum sólarhring á svæðinu. Flestir eru skjálftarnir litlir, á bilinu 0,8-1,5. Fram kom á fréttavef Víkurfrétta í dag að jarðvísindamenn fylgist grannt með skjálftahrinumog landrisi í Krýsuvík.

Á vef Víkurfrétta segir að aukinn þrýstingur í jarðskorpunni sé talinn geta stafað af kvikuinnstreymi eða breytingum í jarðhitakerfum. Liðna nótt var hrina um fjörutíu skjálfta og í kvöld hófst önnur. Skjálftarnir eru fremur grunnir, á um 4-7 km dýpi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert