Óttast að upp úr muni sjóða

Lilja Mósesdóttir.
Lilja Mósesdóttir.

Lilja Móses­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að hún óttaðist að að upp úr muni sjóða inn­an skamms vegna efna­hags­ástands­ins. Þá sagði hún að fjár­lána­stofn­an­ir væru í aukn­um mæli að taka að sér hlut­verk vel­ferðar­stofn­ana með því að veita ein­stak­ling­um ölm­usu­af­skrift­ir.

Lilja sagðist vara við frek­ari niður­skurði í rík­is­fjár­mál­um og hvatti jafn­framt til þess, að tekið verði á skulda­vanda bæði heim­ila og lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja.

„Því ég ótt­ast að upp úr muni sjóða fljót­lega. Skuld­sett heim­ili upp­lifa núna mikið órétt­læti í kjöl­far banka­hruns­ins og marg­ir finna fyr­ir því, að greiðslu­vilji heim­ila fer þverr­andi dag frá degi.  Við höf­um aldrei séð jafn­mik­il van­skil í banka­kerf­inu og nú þrátt fyr­ir ótal skulda­úr­ræði fyr­ir þá sem eru verst sett­ir og hvatn­ingu til skuld­settra heim­ila að nota framtíðarlíf­eyr­is­sparnað sinn til að greiða niður lán, sem í raun eru töpuð lán en banka­kerfið hef­ur ekki feng­ist til að af­skrifa," sagði Lilja.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert