Rúður brotnar í Landakirkju

Landakirkja í Vestmannaeyjum.
Landakirkja í Vestmannaeyjum.

Rúður voru brotnar í Landakirkju í Vestmannaeyjum og safnaðarheimilinu við kirkjuna aðfaranótt sunnudags. Þá voru skemmdir unnar á þakglugga á safnaðarheimilinu og ljóskastara sem er á lóð kirkjunnar. 

Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki en þeir sem einhverjar upplýsinar hafa um gerenda eða gerendur er vinsamlegast beðnir um að snúa sér til lögreglu. 

Fleiri eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Þannig var rúða brotin í bíl, sem stóð á bifreiðastæði við Vesturveg. Hafði steinhellu verið kastað í framrúðu bifreiðarinnar þannig að rúðan brotnaði.   

Þá var tilkynnt um skemmdir á handriðsstólpa á veitingastaðnum Kaffi Maríu, en þarna hafði einn af gestum staðarins orðið eitthvað ósáttur við stólpan þannig að hann reif hann upp.

Á sunnudagsmorgninum var lögreglan kölluð að veitingastaðnum Lundanum vegna manns er þar var til vandræða.  Þar sem ekki var hægt að róa manninn var hann handtekinn og færður í fangageymslu þar sem hann fékk að sofa úr sér vímuna.  Maðurinn var mjög ógnandi og með hótanir og ógnandi tilburði.   Maðurinn var síðan frjáls ferða sinna eftir að skýrsla hafði verið tekin af honum og reiðin og víman runnin af honum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert