Skilja ekki „hrufóttu“ atkvæðin

Talning atkvæða í kosningunum fer fram í Laugardalshöll.
Talning atkvæða í kosningunum fer fram í Laugardalshöll. mbl.is/Golli

Eitt af því sem hef­ur tafið taln­ingu at­kvæða í kosn­ingu til stjórn­lagaþings er að borð sem notuð voru í kjör­klef­um í Laug­ar­dals­höll eru hru­fótt.

Það hef­ur leitt til þess að skann­ar, sem notaðir eru við taln­ingu at­kvæða, skynja ekki þær töl­ur sem eru á sum­um at­kvæðaseðlum þó að ekk­ert fari á milli mála hvað stend­ur á seðlun­um.

Þetta er þó ekki megin­á­stæðan fyr­ir því að taln­ing­in hef­ur reynst tíma­frek held­ur hitt að mjög marg­ir at­kvæðaseðlar eru ógild­ir að hluta. Alls eru þess­ir seðlar liðlega 10 þúsund eða um 13% af öll­um at­kvæðum sem greidd voru í kosn­ing­un­um.

Í um­fjöll­un í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir, að ástæður þess að meðhöndla þarf þessa seðla sér­stak­lega séu nokkr­ar. Til dæm­is komi töl­ur fram­bjóðenda tvisvar fyr­ir, þar sé að finna rang­ar töl­ur (sem ekki eru til), auðar lín­ur á seðlum eða ekki sé skýrt hvaða töl­ur kjós­andi skrifaði niður.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert