Þing allrar þjóðarinnar

Þorvaldur Gylfason.
Þorvaldur Gylfason. mbl.is/Golli

„Ég er þakklátur því fólki sem að veitti okkur brautargengi. Stjórnalagaþingið verður þing allrar þjóðarinnar. Einnig þeirra sem kusu að neyta ekki atkvæðisréttar síns. Ég mun beita mér mjög fyrir því á þinginu,“ segir Þorvaldur Gylfason prófessor sem hlaut flest atkvæði í fyrsta sæti til stjórnlagaþings.

Hann segir vonast til þess að það verði einhugur á þinginu um það afmarkaða verk þess að leggja drög að nýrri stjórnarskrá og þegar litið sé yfir hópinn sem náði kjöri þá ætti það að vera vel gerlegt.

„Ég vona að stjórnlagaþingið marki endalok sjálftökusamfélagsins. Höfuðverkefni þingsins er að treysta þrískiptingu ríkisvaldsins og reisa skorður við ofríki framkvæmdavaldsins á kostnað löggjafar- og dómsvaldsins.“

Margir fletir séu á málinu sem þingið þurfi að láta til sín taka. Þorvaldur segir að það verði að ganga þannig frá tillögum sínum að Alþingi telji nauðsynlegt að vísa tillögunum óbreyttum og athugasemdalaust í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þá segir hann að tveir til fjórir mánuðir séu of skammur tími til að ganga frá stjórnarskrá í endanlegri gerð. Undanfarnar þrjár vikur hafi hann dvalið í Suður-Afríku og hafi m.a. átt samtal við einn höfunda stjórnarskrárinnar þar. Af reynslu sinni af þessum málum hafi hann lagt til að meiri tími verði tekinn í gerð stjórnarskrárinnar.

„Því mun ég leggja til á þinginu að það afmarki verk sitt að gera tillögu um nýja stjórnarskrá til bráðabrigða. Síðan verði lengri tími tekinn til þess að hnýta lausa enda. Það er mikilvægt að þingið reyni ekki að færast of mikið í fang,“ segir Þorvaldur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka