Tillaga um staðgöngumæðrun lögð fram

Staðgöngumæðrun verður aðeins heimiluð í velgjörðarskyni ef tillaga flutningsmanna nær …
Staðgöngumæðrun verður aðeins heimiluð í velgjörðarskyni ef tillaga flutningsmanna nær fram að ganga. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Samfylkingu hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um staðgöngumæðrun. Felur hún í sér að heilbrigðisráðherra verði gert að skipa starfshóp sem falið er að undirbúa frumvarps.

Verði tillagan samþykkt er starfshópnum gert að leggja áherslu á að:

  • Staðgöngumæðrun verði aðeins heimiluð í velgjörðarskyni.
  • Sett verði ströng skilyrði fyrir staðgöngumæðrun í því augnamiði að tryggja sem best réttindi, skyldur og hagsmuni staðgöngumæðra og væntanlegra foreldra og réttindi og hag þeirra barna sem hugsanlega verða til með þessu úrræði.
  • Verðandi staðgöngumæður og verðandi foreldrar verði skyldugir til að gera með sér bindandi samkomulag um staðgöngumæðrun.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert