Útsvarshækkanir í undirbúningi

Ekki ligg­ur fyr­ir hversu mörg sveit­ar­fé­lög hækka út­svar um ára­mót­in en um 80% þeirra inn­heimta nú þegar 13,28% há­marks­út­svar. Þá er talið víst að öll sveit­ar­fé­lög hækki út­svar um 1,2% til að mæta kostnaði við yf­ir­töku  á þjón­ustu við fatlaða, gegn því að ríkið lækki tekju­skatt um sama hlut­fall á móti.

Sveit­ar­fé­lög þurfa að til­kynna fyr­ir­hugaðar út­svars­hækk­an­ir til fjár­málaráðuneyt­is­ins í byrj­un des­em­ber. Hall­dór Hall­dórs­son, formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, seg­ir að flest sveit­ar­fé­lög séu nú þegar búin að nýta heim­ild til há­marks­álagn­ing­ar út­svars. „Nú þurfa þau sveit­ar­fé­lög sem eru með út­svarið í 13,28% að ákveða að það verði óbreytt en að við það bæt­ist 1,2%hækk­un vegna flutn­ings á mál­efn­um fatlaðra til sveit­ar­fé­lag­anna,“ seg­ir hann.

Hall­dór á von á að öll sveit­ar­fé­lög muni nýta heim­ild­ina til að hækka út­svarið um 1,2% vegna flutn­ings á mál­efn­um fatlaðra.

Meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn Reyja­vík­ur legg­ur fjár­hags­áætl­un sína fram á fundi borg­ar­stjórn­ar sem hefst kl. 14 í dag. Fram kom í Morg­un­blaðinu í morg­un að ætl­un­in er að hækka út­svar í borg­inni úr 13,03% í 13,20%. Hækk­un út­svars vegna flutn­ings á þjón­ustu við fatlaða er þar ekki meðtal­in þar sem fjár­mun­ir vegna þess kostnaðar eru sér­greind­ir í sam­komu­lagi rík­is og sveit­ar­fé­laga vegna flutn­ings­ins á mál­efn­um fatlaðra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert