Maður á fertugsaldri var í morgun handtekinn í Vesturbæ Kópavogs vegna umfangsmikillar landaframleiðslu. Á heimili hans fundust 850 lítrar af gambra og 400 lítrar af landa. Játaði hann fyrir lögreglu að hafa verið að framleiða og selja afurðir sínar í einhverja mánuði.
Manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum en hann hefur ekki komið við sögu lögreglu áður.
Að sögn lögreglu er málið eitt stærsta sinnar tegundar hér á landi enda hafi gríðarmikið magn fundist við húsleit. Málið er talið upplýst.