1200 lítrar af heimabruggi

Bruggfata.
Bruggfata.

Maður á fer­tugs­aldri var í morg­un hand­tek­inn í Vest­ur­bæ Kópa­vogs vegna um­fangs­mik­ill­ar landa­fram­leiðslu. Á heim­ili hans fund­ust 850 lítr­ar af gambra og 400 lítr­ar af landa. Játaði hann fyr­ir lög­reglu að hafa verið að fram­leiða og selja afurðir sín­ar í ein­hverja mánuði.

Mann­in­um var sleppt að lokn­um yf­ir­heyrsl­um en hann hef­ur ekki komið við sögu lög­reglu áður.

Að sögn lög­reglu er málið eitt stærsta sinn­ar teg­und­ar hér á landi enda hafi gríðar­mikið magn fund­ist við hús­leit. Málið er talið upp­lýst.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert