Fagna opnun Hvítárbrúar

Umferð var hleypt á Hvítárbrúna við Bræðratungu í dag.
Umferð var hleypt á Hvítárbrúna við Bræðratungu í dag. mbl.is/Sigurður Sigmundsson

Nýja Hvítár­brú­in var opnuð fyr­ir um­ferð í dag og ætla íbú­ar í Hruna­manna­hreppi og Blá­skóga­byggð að hitt­ast við brúna og gera sér glaðan dag milli kl. 15 og 17.

Tungna­kon­ur bú­sett­ar í hreppn­um og JÁ verk ætla að bjóða upp á kaffi og klein­ur í vinnu­búðunum vest­an meg­in ár­inn­ar en gest­um og gang­andi er ann­ars bent á að þeir geti gert það sem þeim dett­ur í hug á þess­um tíma­mót­um.

Form­leg opn­un Hvítár­brú­ar verður síðan að lokn­um fram­kvæmd­um næsta sum­ar. Nýja brú­in teng­ir bet­ur sam­an Bisk­upstung­ur og Hruna­manna­hrepp og þar á meðal Reyk­holt og Flúðir. Leiðin þar á milli stytt­ist um 26 km og verður um 10 km.

Brú­in kem­ur í kjöl­far nýs veg­ar á milli Þing­valla og Laug­ar­vatns og er 270 metr­ar að lengd. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert