Fagna opnun Hvítárbrúar

Umferð var hleypt á Hvítárbrúna við Bræðratungu í dag.
Umferð var hleypt á Hvítárbrúna við Bræðratungu í dag. mbl.is/Sigurður Sigmundsson

Nýja Hvítárbrúin var opnuð fyrir umferð í dag og ætla íbúar í Hrunamannahreppi og Bláskógabyggð að hittast við brúna og gera sér glaðan dag milli kl. 15 og 17.

Tungnakonur búsettar í hreppnum og JÁ verk ætla að bjóða upp á kaffi og kleinur í vinnubúðunum vestan megin árinnar en gestum og gangandi er annars bent á að þeir geti gert það sem þeim dettur í hug á þessum tímamótum.

Formleg opnun Hvítárbrúar verður síðan að loknum framkvæmdum næsta sumar. Nýja brúin tengir betur saman Biskupstungur og Hrunamannahrepp og þar á meðal Reykholt og Flúðir. Leiðin þar á milli styttist um 26 km og verður um 10 km.

Brúin kemur í kjölfar nýs vegar á milli Þingvalla og Laugarvatns og er 270 metrar að lengd. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka