Hugmyndir um að hækka vaxtabætur um sex milljarða

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert

Meðal þess sem verið er að skoða, vegna lausna á fjárhagsvanda heimilanna, er að auka vaxtabætur um sex milljarða króna.

„Það er hafið yfir allan vafa í mínum huga að einfaldasta og skilvirkasta aðferðin er að gera þetta í gegnum vaxtabótakerfið; að lækka þannig vaxtakostnað hjá öllum þorra fólks,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í gærkvöldi, en nánar er fjallað um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert