Jafnréttisáætlun stjórnvalda lögð fram

Átak verður gert í að samþætta kynjasjónarmið inn í alla …
Átak verður gert í að samþætta kynjasjónarmið inn í alla ákvarðanatöku og stefnumótun stjórnkerfisins. mbl.is/Ómar

Fimmta framkvæmdaáætlun stjórnvalda til að ná fram jafnri stöðu og jöfnum rétti kvenna og karla á Íslandi hefur verið lögð fram á Alþingi í  formi þingsályktunartillögu. Framkvæmdaáætlunin gildir fyrir árin 2011-2014 og er skipt í átta kafla eftir áherslusviðum ríkisstjórnarinnar á sviði jafnréttismála.

Í köflunum átta er gerð grein fyrir samtals 38 verkefnum en með því fyrirkomulagi er stefnt að því að áherslur og forgangsröðun stjórnvalda birtist með skýrari hætti í áætluninni. Einnig er lagður grunnur að því að efla eftirfylgni með áætluninni og aðgang að sérfræðiráðgjöf við framkvæmd einstakra verkefna.

Í athugasemdum með þingsályktunartillögunni segir m.a. að mikilvægt sé að gera samþættingu að viðteknum vinnubrögðum í stjórnsýslunni í því skyni að unnt verði að ná markmiðinu um jafnrétti kynjanna. Átak verði gert í að samþætta kynjasjónarmið inn í alla ákvarðanatöku og stefnumótun stjórnkerfisins, og áhersla lögð á kynjaða hagstjórn sem felst í því að kynjasamþættingu er beitt í öllu fjárlagaferlinu.

Þingsályktunartillagan í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert