Ekki er talið líklegt að niðurstaða fáist í dag um aðgerðir vegna fjárhagsvanda heimilanna. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna funda þessa stundina með Fjármálaeftirlitinu þar sem leitað er svara við því hvað sjóðunum er heimilt að ganga langt við skuldlögun.
Ráðherrar funduðu í morgun með fulltrúum Hagsmunasamtaka heimilanna, forsvarsmönnum SA og ASÍ og í hádeginu var haldinn fundur ráðherranna með fulltrúum lífeyrissjóðanna.
Boðað er til annars fundar ráðherranna og fulltrúa lífeyrissjóðanna kl. 16.
Gert er ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir fari svo yfir stöðu mála á fundi sem stjórnarmenn og framkvæmdastjórar allra sjóðanna verða kallaðir til í kvöld eða fyrramálið.